þriðjudagur, maí 23, 2006

2 út að borða og 1 sinni í bíó

Miðvikudeginum var spáð sem besta degi vikunar. Til að njóta kvöldblíðunnar hittumst við eftir vinnu, löbbuðum um og nutum þess að vera saman þegar allt í einu fóru að detta dropar. Sá skúr fór yfir á 5 mínútum en rigningin lá í loftinu og umhverfis okkur drundi í þrumum í kvöldhúminu og eldingar sem teigðu sig þvert yfir himininn. Til að skýla okkur fyrir yfirvofandi hellidembu fundum við okkur lítinn veitingastað þar sem við gátum setið úti á veönd undir tjaldskyggni. Lítill veitingastaður sem lætur ekki mikið yfir sér en er kominn á lista yfir uppáhalds veitingastaði. Marwan fékk sér kanínu með sinnepssósu og ég fékk mér sveitasallat með steiktum kartöflum, hráskinku, tómötum og ostbitum og verulega veglega skamtað. Þessu var svo skolað niður með vínglasi, fyrir hjartað. Rigningin sem við bjuggumst við lét hinsvegar ekki sjá sig, þrumurnar hjöruðu smásaman út og við löbbuðum heim.
Fimtudagskvöldið fór að sjálfsögðu í Eurovision áhorf, þar sem ég sat og gaf hverju lagi skriflega umsögn, Marwan til mikillar skelfingar. Frönsku kynnarnir höfðu nú bara gaman af henni Silvíu. Stærsti Eurovision áhorfendahópurinn hér eru samkynhneigðir karlar og ætli hún falli ekki inn í þann kitch stíl sem þeir eru að fíla margir hverjir.
Marwan var með fund snemma á föstudagsmorguninn og losnaði því snemma úr vinnunni. Við fórum því á eftirmiðdagssýningu á DaVinci Code. Ég var nú bara spent á köflum þó ég hafi lesið bókina. Við vorum nú bara ánægð með hana. Ég veit ekki hvort þessi slæma ganrýni er af því fólk er í alvörunni svona viðkvæmt fyrir hugmyndinni um Jesús sem mann og boðbera guðs en ekki sem guð sjáfann.
Eftir bíó nentum við enganveginn í kjörbúð og svo heim að elda þannig við við enduðum kvöldið á kræklingastað og löbbuðum svo heim.
Marwan er núna farinn í rúma viku til Kaíró. Ég er því ein í kotinu næstu daga og mun einbeita mér að ritgerðinni milli þess sem ég skoða húsnæðisauglýsingar. Mér sýnist eitthvað vera að glæðast á þeim markaði og löngu kominn tími á að við hugsum okkur til flutnings, eins gott að fylgjast með ef eitthvað gott kemur inn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker