þriðjudagur, maí 16, 2006

Buttes Chaumont

Búin að draga fram sandala og opna skó. Stígvélin og annar lokaður skófatnaður eru komin innn í skáp og bíða næsta vetrar. Tók fram m.a. dökkbláa leðursandala sem ég keypti eihverntíma á Akureyri með mömmu. Rosalega þægilegir, sem er afhverju ég keypti þá. En hef aldrei notað þá mikið þar sem mér hefur alltaf fundist þeir eitthvað svo "konulegir"... þangað til núna!!!

Annað hálf scary atvik var á sunnudaginn. Við tókum íbúðina í gegn og vorum langt komin þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var enn á hælum!!! Ég veit ekki hvort þetta er aldurinn... París ... eða?? Allavega, maður lætur greinilega ekki sjá sig þrífa nema á hælum!





Uppgötvuðum nýjann garð um helgina. "Parc des Buttes Chaumont" með fylgja nokkrar myndir þaðan. Rosalega fallegur garður þar sem einhverskonar hof trónir hæst upp á kletti. Þar er líka lítill foss, sá eini í París. Rosalega var notalegt að hlusta á litla niðinn hans. Ég fékk tár í augun af söknuði til náttúrunnar. Það er augljóst mál að ég er ekki það sem kallað er borgarbarn. Þar er líka hellir með dropasteins útfellingum í loftinu. Semsagt, frábær garður og verður á dagskrá fyrir íslenska ferðamenn í París.





Þegar við komum út úr garðinum var eitthvað afrískt tjútt þar í gangi. Trommusláttur, lúðrablástur og konur sem dilluðu veigamiklum afturenda af mikilli kunnáttu.

Enduðum svo á að fara og sjá Mission Impossible III, verða ekki allir að fara og sjá þessa?

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

hahahahhaa Rósa þetta er frábært dæmi um vel heppnaða aðlögun. Var einmitt að ræða við vinkonu mína um daginn, okkur fannst allir skór ljótir í búðunum þegar við fluttum til Svíþjóðar en núna er bara fullt af flottum skó, er þetta aldurinn, aðlögunin eða tískan?

ps:annars hefði ég alveg viljað dilla mínum afturenda með þér í París...geri það næst og auðvitað í háhæluðum skóm

16 maí, 2006 16:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá vá vá!!!
Pottþétt aldurinn, hehehehehe...

Þú ert avleg að slá pæjunum í sex and the city út hvað hælanotkun varðar. I like your style honey..

En gaman að segja frá því að ég er komin í sumarfrí :-)

Knús og kossar,
Inga Jóna

17 maí, 2006 19:14  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker