Sætabrauð af læknisráði
Heimilislæknirinn minn er rosa "dugleg" kona um fimtug sem vill gera sína vinnu vel. Sem betur fer á ég ekki oft erindi við hana, en tvisvar á ári þarf ég að fá uppáskrifað á pilluna. Sem hún neitar harðlega að gera í gegn um síma. Í þeim heimsóknum er tekinn blóðþrýsingur, krabbameinsstrok, viktun og almennt viðtal. Einnig sem hún bendir mér á að láta mæla kólesterol í blóði og koma með þær niðurstöður í þessar heimsóknir. Þar sem ég þarf að panta mér tíma hjá henni á næstu dögum fór ég í blóðprufu í morgun.... á fastandi maga að sjálfsögðu. Fyrir mér er það stórmál að gera nokkuð á fastandi maga, hvað þá ef ég þarf að yfirgefa húsið án þess að borða. Ég fór semsagt fyrir átta í morgun á rannsóknarstofu hér í hverfinu og lét taka blóð. Var síðan sagt að fara heim og borða velútilátinn og vel sykraðann morgunverð og koma aftur einum og hálfum tíma seinna í aðra prufu. Það þýddi ekkert að borða bara eina brauðsneið og te glas, og sykrað skildi það vera. Af læknisráði keypti ég mér því marsipanbakað súkkulaði hveitihorn á leiðinni heim.
Ég skipti teinu mínu út fyrir sykrað mjólkurkaffi, setti vel af mömmugerðri aðalbláberja sultu á ristaða brauðið mitt og inn í venjulegt hveitihorn sem ég keypti líka. Pressaði 2 appelsínur til að fá ávaxtasykur og réðst svo til atlögu við flórsykursstráða marsipanbakaða súkkulaði hveitihornið. Ég verð nú að játa að mér leið ekkert rosalega vel á eftir þetta alltsaman, hvorki líkamlega né andlega og finst háffyndið að þetta hafi verið gert af læknisráði.
Eftir seinni blóðprufuna fór ég í labbitúr til að reyna að flýta fyrir að sykurinn leisist út, ekki hugmynd um hvort það virkar þannig, en endaði með að "lenda í" að kaupa nýtt bikíni ... og leið mun betur á eftir.
Útkoman út blóðprufunni verður svo tilbúin seinnipartinn og ég get komið og náð í hana.
Veit ekki hvort einhverjum finst þetta mikið stúss. Allavega þótti mér það svona fyrst og alveg óþarfi að vera með mann undir þessari smásjá. Enda ekki vön svonalöguðu frá heimilislækninum mínum á Akureyri, sem skrifaði upp á pilluna fyrir mig án þess að nokkurtíma spyrja mig nokkura spurninga eða taka blóðþrýsting hvað þá annað. Þegar ég fór að kvarta undan þessu hérna heimavið benti Marwan mér á hversu margar konur í heimunum myndu vilja vera í mínum sporum en vegna aðstæðna ættu ekki kost á að láta fylgjast svona vel með sér.
Oft gerir maður sér ekki grein fyrir hversu gott maður raunverulega hefur það.
4 Comments:
hæ hæ!
ég verð nú bara að segja að mér þykir þetta góð þjónusta og finnst svoltið skrítið að konur séu ekki einu sinni spurðar um reykingar áður en þær fá pilluna á Íslandi því pillan + reykingar auka líkurnar á blóðtappa eða einhverju álíka
kv.Ása Vala
p.s.gaman að fylgjast með blogginu þínu
Hæ pæja og til lukku með nýja bikiníið :-) alltaf gaman að "lenda" í svoleiðis.
Hér heim er allt í ró og spekt og sumarfríið mitt byrjar rólega en samt alltaf nóg að gera hjá okkur skötuhjúunum. Í gær skelltum við okkur á Helgafell (í Hafnarfirði) og svo matarklúbbur um kvöldið. Já lífið er gott :-)
Kv. Inga Jóna
P.S. með þetta læknastúss þá er "better save than sorry" er það ekki en það er alltaf smá stúss að fara til læknis. Við hér á Íslandi erum kannski ekki vanar svona læknum eins og þú ert með!!!!
gott að heyra að þú ert í góðum höndum, labbaði Súlur í gær og allt í einu fannst mér Akureyri ósköp lítil en það kemur ekki að sök Akureyri er alltaf Akureyri og mér þykir ósköp vænt um hana.
mig langar í súkkulaði krossant
Skrifa ummæli
<< Home