þriðjudagur, maí 09, 2006

Lögregluskýrsla og bólstraðar klósettsetur

Fór á lögreglustöðina í morgun og gaf skýrslu. Það var víst einhver gestur á hótelinu sem ég er að vinna á mánudagsmorgnum sem sagði að peningum hefði verið stolið af herberginu. Gesturinn, sem er kínverji held ég, lagði fram opinbera kvörtun við lögregluna þar sem hann sagðist hafa látið gestamótökuna vita af "ráninu". Það gaf sig hinsvegar enginn gestur fram við mig, þannig að öll sagan er mjög skrítin. Það hefur aldrei neitt horfið af þessu hóteli, ég er helst á því að þessi maður sé að búa til þessa sögu, enda ýmis atriði sem standast ekki hjá honum. Eins og númerið af herberginu sem hann gaf upp, er ekki til á hótelnu.
Allavega, mér þótti það nú bara sport að fara á stöðina og gefa skýrslu. Gæti alveg trúað því að það ætti vel við mig að vera rannsóknarlögreglukona, skoða mál frá öllum hliðum og spekjast um þau hægri og vinstri.
Kanski er þetta bara eðlilegt stig ritgerðarskrifanna, halda að allt annað gæti verið svo gaman að gera og spyrja sig, af hverju er ég eiginilega að skirfa þessa blessuðu ritgerð?
Er að koma mér í gírinn aftur eftir helgina. Frí í gær 8 mai, þennan dag 1944 var París frelsuð. Áttum því langa helgi. Á laugardaginn fórum við á markað upp við Nation. Skemmtilegur markaður með mikið af sveitaafurðum. Sölumennirnir eru heldur ekki jafn ágengir og hér á Aligre. Þar getur maður skoðað vörunar án þess að stokkið sé á mann og byrjað að troða inn á mann öllu sem til er.
Rigningin lá hinsvegar í loftinu og við ákváðum að taka næsta strætó eitthvað út í buskan. Þar sem við tókum annan strætó og svo þann þriðja. Þennan dag fórum við samtals í fimm strætóferðir, með hléum. Sem er það mesta sem ég hef gert hér í París. Horfðum á hverfin líða hjá, arkitektúr breytast, og fólkið með. Í 16 hverfi voru ekkert nema gamalmenni í vagninum. 13 hverfi, fólk af öllum hugsanlegum upprunum. Þetta var bara ansi notalegt.
Á sunnudagskvöldinu fórum við svo út að borða. Fundum okkur lítinn franskan veitingastað við rue Mouffetard. Í götu sem heitir rue du Pot de fer, "járnpottar gata". Engin bílaumferð er um þessa þröngu steinalöggðu götu á kvöldin og öll veitingahúsin setja út borð og stóla. Við sátum á næsta borði við fjölskyldu með 2 börn sem voru þarna með vinum sínum. Foreldrarnir vissu sannarlega hvað þau voru að gera þegar þau tóku sippiband með sér út að borða. Þarna sátu þau í rólegheitunum og borðuðu og strákurinn um 7 ára sippaði upp við næsta húsvegg og allir ánægðir.
Við fengum lítið borð á verönidinni, með kertaljósi og blómum. Ég fékk mér snigla í forrétt og Marwan fékk sér hörpudisk. Borðuðum dýrindis kjöt í aðalrétt sem við skoluðum niður með víni. Eftir fylgdu svo ostar og niðurskornir ávextir.
Eitt það merkilegasta við þennan stað var þó setan á klósettinu. Hún var bólstruð!!! Aldrei séð svoleiðis áður! Ótrúlega cool hugmynd. Einhverníma ætla ég að kaupa svona bólstraða klósettsetu.

4 Comments:

Blogger brynjalilla said...

bólstraðar klósettsetur! það væri nú hægt að gera skemmtilega innsetningu úr því, taka fyrir almenningsklósett Parísar eða tja einhverrar götunnar og velta fyrir sér ólíkum efnum, áferðum, mynstrum og mýkt. Annars er ég viss um að Marvan hafi skemmt sér vel þegar hann heyrði söguna um kínverjann!
ástarkveðja
Brynsí

09 maí, 2006 14:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ pæja!!

Mér tókst að lesa bloggið þitt hér heima, það hefur sennilega eitthvað verið að kerfinu í vinnunni í dag eða bara eitthvað bögg á netinu. Verðum í bandi.

Knús og kossar
Inga Jóna

10 maí, 2006 00:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur alltaf fundið eitthvað skemmtilegt að fást við, meira að segja að hafa gaman af því að hitta lögguna. Hér er sól og svaka heitt innandyra í vinnunni ég held að það sé ekki sami hitinn úti. Heyrií þér fljótt.
mamma

10 maí, 2006 16:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð Rósa.
Ég ákvað nú að kvitta á bloggið þitt þar sem ég hef verið reglulegur lesandi alveg frá því að Brynja setti link á þig inn á bloggið sitt. Gaman að lesa blogg þar sem fólk hrærist í allt öðrum heimi en maður sjálfur. Sjálf hef ég aldrei komið til Frakklands og því enn skemmtilegra að lesa. Bestu kveðjur frá kornakrafylkinu Indiana.
Fanney

p.s. Um hvað er annars ritgerðin þín?

10 maí, 2006 20:43  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker