þriðjudagur, maí 02, 2006

Havana vindlar og SS pylsur

Hyper róleg helgi. Ákváðum að gera nákvæmlega ekki neitt eftir að hafa vel viðrað okkur með gestum 2 seinustu vikna. Láum bara heima í leti og horfðum á DVD. Enda veðrið til þess, þungbúinn himinn, rigningarskúrir, vindur og hitinn ekki yfir 14 gráðum. Ég fór reyndar á sunnudagskvöldið og hitti Unu og mömmu hennar sem er hér yfir langa helgi með Jóhönnu litlu. Komu með sendingu að heiman, ekta Havana vindla sem Inga og Siggi keyptu á Kúbu um páskana handa Marwan. Með í pakkanum var líka kúbverskt hálsmen handa mér, gert úr mismunandi baunum, litlum þurkuðum kaffibaunum sýnist mér í grunninn og svo skrautlegri baunir innanum. Þær komu með sendingu frá mömmu líka, SS-pylsur og Mills kavíar. Fékk líka 2 Mannlíf. Rosalega getur það verið gott að kíkja í íslensk blöð, þau eru uppfull af lesefni. Frönsku "konu" blöðin hafa svosum greinar og viðtöl líka, en þau eru mun styttri og ekki jafn djúft grafið. Einnig sem frönsku blöðin eru undirlögð af auglýsingum þannig það verður ekki mikið úr blaðinu. Margar þeirra mynda sem eru í íslensku blöðunum vekja einnig upp nostalgíu, þrá, löngun og væntumþykju til Íslands. Það er ótrúlegt hvað fúinn girðingarstaur getur haft sterk áhrif á mann.
Maí mánuður verður undirlagður í ritgerðarskrif. Mun leggja það sem búið er undir leiðbeinandann minn um miðjann júní. Best að koma einhverju skipulagi á þetta fyrir það. Ár eftir... get ekki beðið, á sama tíma og ég trúi því varla að þetta verði nokkurntíma búið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Rósa mín.
Gaman að fylgjast með ykkur og að SS pylsur og blöð gleðji í tískuborginni Paris.

02 maí, 2006 13:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Björn fær bráðum hjálpardekk á litla rauða hjólið hennar Petreu og hann var á æfa sig á hlaupahjóli um helgina. Petrea dvaldi í góðu yfirlæti ömmu sinnar alveg fram á sunnudagskvöld en þá grillaði ég kjúklingabringur og hafði ferskt salat með vínberjum og gúrku með. Á mánudeginum 1. maí skriðum við hjón út í garð og klipptum runnana og rökuðum fúlnað lauf úr beðum og nú langar mig til að finna og kaupa svona míni-girðingu í blómabeðið. Finnst það svo sætt en veit ekki hvar það fæst.
Svo er ég búin að sjá það (enn og aftur) að það eiga allir að fá eins ís í Brynju. Ég ætla ekki að fórna fleiri sjeikum með súkkulaði og karamellubragði ofan í son minn vegna þess að hann langar ekki í ísinn sem hann pantaði !! Bleikur ís með gúmmíbjörnum er ekki efst á lista hjá mér, eða ís með storknaðri súkkulaðisósu í rauðum dalli með fótum, og hananú!
Annars var ég líka verkleg með rafmagnsborinn að skrúfa saman gluggahlerana mína - finally *ræsk, ræsk*.
Anyways, gaman að fylgjast með vorverkunum þínum í Parísnum.
Lovja, Ingveldur.

02 maí, 2006 17:14  
Blogger imyndum said...

:) Hljómar sem verulega góð helgi hjá þér. Grilla! Geggjað! Bara tilhugsunin fær mig til að loka augunum og ég fynn grilllyktina i sambland við íslenskt fjallaloft. Hvað er vorlegra en það!

03 maí, 2006 09:55  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker