miðvikudagur, apríl 12, 2006

Home alone

Marwan er úti í Kairó þessa viku og fram á laugardag. Ég er semsagt bara ein í kotinu. Frekar rólegt. Vinn mest heima þessa dagana. Það gengur samt ekki alltaf eins og maður hafði vonað og eftir páska ætla ég að koma mér aftur út í háskóla í aðstöðuna sem ég er með þar. Ég hef heldur ekki verið í neinum fyrirlestrum síðan í byrjun mars. Það var allt lagt í rúst í mótmælunum. Ég held að sumir hafi ekki alveg verið með á nótunum hverju nákvæmlega var verið að mótmæla úr því að háskólar og menntaskólar voru lagðir í rúst sumir hverjir. En núna er búið að draga þessi blessuðu lög til baka og allt ætti að fara í sama farið aftur.
Á sama tíma og ég skil ekki alltaf rökhugsun frakka, að það sé í besta lausnin að mótmæla með þessum hætti, þá er ég náttúrulega ánægð núna að þessi lög voru dregin til baka. Þó þau nái bara til fólks sem er undir 26 ára, þá er alltaf spurningin hvort það sé bara byrjunin og í framhaldinu þau yrðu gerð að almenni reglu. Að það yrði hægt að segja upp fólki eftir 2 ára vinnu án nokkurra útskýringa. Bravó fyrir konur í barnsburðarleifi t.d.
Já, þó það sé gott að búa hér að sumu leiti, þá spyr maður sig hvort það sé þess virði. Ekki það að hinir möguleikarnir eru að flytja til Kairó.
Ekki viss um að ég yrði mikið ánægðari með rétt minn og möguleika þar. Og svo er það náttúrulega landið mitt fallega. En hvað færi Marwan að gera? Vinna á leikskóla ... með doktor í hagfræði? Sé hann engan veginn í þeim pakka.
Semsagt í bili er það París. Maður lítur bara á björtu hliðarnar og er þakklátur fyrir hvað maður hefur, spítir í lófana og heldur áfram.
Enda komið vor og París aldrei fallegri, öll tré í blóma og lífið að taka við sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker