miðvikudagur, apríl 19, 2006

Páskar

Þá er tengdó loksins komin. Áttum sunnudaginn saman bara við tvær. Það var svaka fínt. Náðum að kynnast allt öðruvísi heldur en ef Marwan hefði verið með okkur. Fundum okkur veitingarstað efst á Champs Élysées og blöðruðum. Hún kom hlaðin gjöfum líka, gaf mér gullhálmen með nafninu mínu, Egypska papírus mynd sem ég var voða ánægð að fá. Var búin að biðja Marwan einhverntíma að koma með eitthvað egypskt skraut á heimilið ... svona til að vega aðeins upp á móti því íslenska, hann horfði á mig og stakk upp á því að koma með fánann til að hengja upp á vegg!!! Ótrúlegt hvað karlmenn geta stundum verið miklir karlamenn! Hún kom líka með ljósgrænan stein sem búið er að skera bjöllu út í. Þetta er bjalla sem boðar hamingju samkvæmt egypskri hjátrú. Svo kom líka stórt súkkulaði páskaegg frá Ítalíu.
Magda er svaka fín og næs að vera með og við voða ánægðar með hvor aðra :) Leiðinlegt bara hvað ég er að vinna mikið þessa dagana. Hún er í íbúð sem foreldrar Emmanuelu, konu Moetazar bróðir Marwans eiga í 15 hverfi. Hún röltir í búðir á daginn og svo hittum við hana á kvöldin og borðum saman. Hún þekkir París vel, enda bjó hún hér í 9 ár, en segir margt hafa breist.
Stefnan er sett á bíó í kvöld, mynd sem heitir Fire Wall ef mig mynnir rétt. Annaðkvöld ætlum við svo að elda páskamáltíðina hérna heima. Hún hefur heyrt þessar svaka sögur af eldamennsku minni... það er eins gott að standa undir nafni.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Rósa mín.
Ég er mjög ánægð með þessa bloggsíðu þína, núna get ég fylgst með þér og lífi þínu alla daga og ekkert fer framhá mér , gaman fyrir þig(:
Kveðja mamma

19 apríl, 2006 14:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ pæja!!!

Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt :-)

Ég sendi sennilega smá dót út til þín með Svanhíti og Jóhönnu næsta laugardag, mundu að rukka þær um það.

Knús & kossar
Inga Jóna

26 apríl, 2006 19:55  
Blogger imyndum said...

:) ég geri það takk Inga... knús og kossar... ég sakna allra eitthvað svo hrillilega í dag, knús knús

27 apríl, 2006 12:47  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker