Íslenskir dagar
Týpiskur morgunverður hjá mér er tebolli og ristað brauð með Mills Kavíar (sérinnfluttum af vinum og vandamönnum). Allir halda auðvitað að maður liggji bara í croissants og frönsku sætabrauði og svörtu kaffi, en svo er ekki. Að sjálfsgðu er ég fylgjandi því að maður aðlagi sig og sínar venjur að því landi sem maður hefur ákveðið að búa í. En rosalega sem maður er alltaf fastur í sínum matarvenjum.
Svandís systir hennar Ingveldar var hér um daginn með Sigurjóni manninum sínum. Þau komu með ss-pylsur handa mér, bitafisk, lakkrís og síðast en ekki síst Nóa og Siríus páskaegg :) Undanfarið hafa því verið íslenskir dagar hér á rue d'Aligre. Með tímanum hef ég líka komið mér upp ágætis safni af pottagaldurs kryddum, aðalbláberjasultu frá mömmu sem ég á yfirleitt á lager. Núna í seinasta skipti sem ég var á landinu keypti ég líka kötlu fiskirasp, það er sko ekki sama bragðið af raspinu hér. Þarafjölvítamín, nokkra steipta osta, mexikó blöndu, hvítlauksost og piparost. Já, er það ekki nokkuð sterkt að flytja ost með sér til Frakklands! Þrátt fyrir þeirra 360 osta þá eru þeir mjög lítið í að "krydda" ostana eins og íslendingar gera. Það eru helst littlar geitaosts bollur sem þeir rúlla upp úr graslauk og kryddjurtum, mjög gott, en það vantar meiri fjölbreytileika í þetta hjá þeim.
Núna er það líka orðinn fastur passi að kaupa lambafile. Marwan staðfestir að ekkert veitingahús í París bjóði upp á jafngott kjöt. Sjálfsagt rétt hjá honum ;) Og alveg furðulegt að við skulum ekki flytja meira út af íslensku lambi. Gera út á sælkera veitingahús í Evrópu frekar en danskar kjörbúðir, enda virðast danir bara vera með snúð út í allt sem kemur frá íslandi í augnablikinu. Já, það hlýtur að vera sárt að horfa upp á fyrrum nýleduna og molbúaþjóðina Ísland bara standa sig ágætlega án danskrar "hjálpar". Lóa, þú mátt allveg commentera á þetta ;)
Á morgun verða semsagt brotin íslensk páskaegg. Ég og teingdó sem kemur í kvöld. Marwan þarf að vera á fundi á morgun úti í Kairó og kemur því ekki fyrr en á mánudaginn. Páskamáltíðinni verður því frestað fram til fimmtudags. Sem er kanski í stíl við það trúfrjálslydni sem ríkir hér á heimilinu.
Svandís systir hennar Ingveldar var hér um daginn með Sigurjóni manninum sínum. Þau komu með ss-pylsur handa mér, bitafisk, lakkrís og síðast en ekki síst Nóa og Siríus páskaegg :) Undanfarið hafa því verið íslenskir dagar hér á rue d'Aligre. Með tímanum hef ég líka komið mér upp ágætis safni af pottagaldurs kryddum, aðalbláberjasultu frá mömmu sem ég á yfirleitt á lager. Núna í seinasta skipti sem ég var á landinu keypti ég líka kötlu fiskirasp, það er sko ekki sama bragðið af raspinu hér. Þarafjölvítamín, nokkra steipta osta, mexikó blöndu, hvítlauksost og piparost. Já, er það ekki nokkuð sterkt að flytja ost með sér til Frakklands! Þrátt fyrir þeirra 360 osta þá eru þeir mjög lítið í að "krydda" ostana eins og íslendingar gera. Það eru helst littlar geitaosts bollur sem þeir rúlla upp úr graslauk og kryddjurtum, mjög gott, en það vantar meiri fjölbreytileika í þetta hjá þeim.
Núna er það líka orðinn fastur passi að kaupa lambafile. Marwan staðfestir að ekkert veitingahús í París bjóði upp á jafngott kjöt. Sjálfsagt rétt hjá honum ;) Og alveg furðulegt að við skulum ekki flytja meira út af íslensku lambi. Gera út á sælkera veitingahús í Evrópu frekar en danskar kjörbúðir, enda virðast danir bara vera með snúð út í allt sem kemur frá íslandi í augnablikinu. Já, það hlýtur að vera sárt að horfa upp á fyrrum nýleduna og molbúaþjóðina Ísland bara standa sig ágætlega án danskrar "hjálpar". Lóa, þú mátt allveg commentera á þetta ;)
Á morgun verða semsagt brotin íslensk páskaegg. Ég og teingdó sem kemur í kvöld. Marwan þarf að vera á fundi á morgun úti í Kairó og kemur því ekki fyrr en á mánudaginn. Páskamáltíðinni verður því frestað fram til fimmtudags. Sem er kanski í stíl við það trúfrjálslydni sem ríkir hér á heimilinu.
1 Comments:
Hæ hæ mín kæra!!
Nú er ferðum til Kúbu og Akureyrar lokið í bili og lífið á Miklubrautinni heldur áfram. Gott að heyra að þá ert vel birg af "Íslandi" matarlega séð.
Siggi er soldið bissí næstu daga og þar með tölvan hans en vonandi getum við sett myndir af ferðinni á netið fljótlega.
Knús og kossar,
Inga
P.S. bið að heilsa Marwan og tengdó
Skrifa ummæli
<< Home