sunnudagur, apríl 09, 2006

36000 hetjur

Í morgun var hið árlega Parísarmaraþon hlaupið, skokkað. Keppendur voru alls 36.000, sem er engin smá mannmergð fyrir lítinn Akureyring. Hlaupið var frá Sigurboganum efst á Champs Élysées þvert yfir París að Bois de Vincennes í austurhlutanum og svo aftur til baka með útúrdúrum. Fyrir vikið var lokað fyrir alla bílaumferð í nærliggjandi götum. París breytti algerlega um svip. Götur sem venjulega eru stíflaðar í báðar áttir af bílaumferð voru yðandi af hlaupandi fólki, brosandi út að eyrum, veifandi í sjónvarpsmyndavélarnar. Ég lét mér nægja að fylgjast með í sjónvarpinu þegar mannhafið flæddi af stað niður Champs Élysée breiðgötuna, en fór út í mínu hverfi til að sjá þegar hlaupið var þar um. Þegar ég kom upp á horn var fólk út um allt að fylgjast með, klappa og hrópa kvatningarorðum til hlauparanna. Einhverstaðar frá öðru horni barst hljómurinn frá brassbandi sem spilaði fyrir þá sem vildu hlusta og mikil stemming í gangi.
Bestu hlaupararnir voru löngu farnir framhjá, en fyrir langflesta er hlaupið bara til að vera með en ekki til að vinna. Þarna var fólk á öllum aldri og nokkrar stelpur sem í daglegu tali teljast kanski ekki beint "hlaupalega" vaxnar, en sem veigruðu sér greinilega ekki við það að hlaupa maraþon. Þvílíkar hetjur.
Rosalega hefur maður gott af því að horfa á þessa ótrúlegu almennu gleði og bjartsýni sem fylgdi þessum hlaupurum. Rúmir 40 kílómetrar! Það þarf enga smáræðis bjartsýni í það! Og að gera þetta af því þau langar til þess!!
36.000 manns, hlupu 40 kílómetra í morgun af því það er góð hugmynd! Heilbrigðara getur þar varla orðið.

3 Comments:

Blogger brynjalilla said...

-eg hefdi sko viljad hlaupa, hmmm verd vist ad vidurkenna ad enn treysti eg mer ekki i 40 km...kannski thegar eg verd 40 ara skelli eg mer, 1 km fyrir hvert ar...en til hamingju med bloggid rosa og nu er farid ad styttast i ad eg rolti med ther i paris...yndislegt alveg hreint

09 apríl, 2006 18:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú get ég sett inn athugasemd, var eitthvað treg við það í gær - hvernig væri það að við stefndum á eitthvað svona hlaup við kellurnar í framtíðinni? Væri ekki gaman að tjútta stóran hring og enda svo í shopping and fancy dinner í einhverri stórborginni ... mmm Ég geri hér með opinbert að ég ætla að hlaupa 10 km í Akureyrarhlaupinu sem verður í sept. Svo verður markið bara sett hærra vúhííí...

10 apríl, 2006 12:03  
Blogger imyndum said...

Frábært hjá þér Ingveldur... ég er svaka hreykin af þér :) Mér líst svosum ekki illa á stórborgarhugmyndina, en langar samt fyrst til að vita hvort eftir 10 km þú værir alveg til í 3 hringi í viðbót!! Ég held að hringurinn minn hér í hverfinu sé um 2 km.. og finst bara ágætur..hehe rosalega líður mér núna eins og ég sé í lélegu formi ubbs.. En kanski gott að eiga sér háleita drauma um að hlaupa einhverntíma í Parísarmaraþoninu.. það væri nú upplifun :)

....hvaða rugli ertu að koma inn í hausinn á manni!!!

10 apríl, 2006 14:57  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker