Jæja, þá er maður kominn inn í hinn merka heim bloggara. Ákvað að slá til eftir msn við Ingveldi, sem náði að sanfæra mig um að ég lifði bara nokkuð viðburðarríku lífi. ;) takk Ingveldur, ég verð nú að viðurkenna að strax við það að vera komin með sína eigin síðu, þar sem maður getur sett inn sína þanka og deilt þeim með örum er lífið orðið þónokkuð viðburðarríkt. Hvort þetta er hinsvegað hugsað til að deila heimspekilegum þönkum með samborgurum sínum eða til að hrista af sér vangaveltur dagsins....
Þetta fyrsta blogg mitt er allaveg ætlað til að skipta aðeins um hugsun í höfðinu.... og kanski til að slóra aðeins. Setið fyrir framan tölfuna í allan dag og gengið misvel, eins og alltaf þegar ég ákveð að vinna heima. Horfði í þúsundasta skiptið á fyrstu myndina hans Malaurie. Þá sem ég legg aðaláherslu á í ritgerðinni og í þetta skiftið með skeiðklukku, þar sem ég tók tíman á hvað frásögnin, "commentaires", tók mikinn tíma í myndinni. Rétt tæpar 20 mínútur af myndinni eru með frásögn sögumans, hinar rúmar 30 mínúturnar sem eftir eru horfir maður bara á myndirnar, heyrir brakið í snjónum, urrið í ísnum, gólið í hundunum, ýlfirð í vindinum, mannahljóð, dýrahljóð og vélahljóð. Einnig sem við heyrum fólkið tala sín á milli... á grænlensku... án þess að vera textað. Þetta er náttúrulega mynd sem gerð var fyrir franska sjónvarpið fyrir 40 árum síðan...og margt breyst ... nema kanski að þeim er enn illa við að texta það sem sagt er.
Kvöldið fer svo í áframhanldandi rólegheit, hangs, lestur og sjónvarpsgláp. Svo sjáum við til hversu mikið dregur á daga mína og hversu dugleg ég verð að deila nýjum þönkum.... kveðja í bili
Þetta fyrsta blogg mitt er allaveg ætlað til að skipta aðeins um hugsun í höfðinu.... og kanski til að slóra aðeins. Setið fyrir framan tölfuna í allan dag og gengið misvel, eins og alltaf þegar ég ákveð að vinna heima. Horfði í þúsundasta skiptið á fyrstu myndina hans Malaurie. Þá sem ég legg aðaláherslu á í ritgerðinni og í þetta skiftið með skeiðklukku, þar sem ég tók tíman á hvað frásögnin, "commentaires", tók mikinn tíma í myndinni. Rétt tæpar 20 mínútur af myndinni eru með frásögn sögumans, hinar rúmar 30 mínúturnar sem eftir eru horfir maður bara á myndirnar, heyrir brakið í snjónum, urrið í ísnum, gólið í hundunum, ýlfirð í vindinum, mannahljóð, dýrahljóð og vélahljóð. Einnig sem við heyrum fólkið tala sín á milli... á grænlensku... án þess að vera textað. Þetta er náttúrulega mynd sem gerð var fyrir franska sjónvarpið fyrir 40 árum síðan...og margt breyst ... nema kanski að þeim er enn illa við að texta það sem sagt er.
Kvöldið fer svo í áframhanldandi rólegheit, hangs, lestur og sjónvarpsgláp. Svo sjáum við til hversu mikið dregur á daga mína og hversu dugleg ég verð að deila nýjum þönkum.... kveðja í bili
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home