mánudagur, janúar 04, 2010

Nýr vettvangur í einhvern tíma

Litli lurkur er kominn með barnalandssíðu, ekki hika við að hafa samband til að biðja um slóð og lykilorð

sunnudagur, janúar 03, 2010

1sta vikan


Fyrsta vikan liðin í lífi sonarins unga. Við komum heim af sjúkrahúsinu á gamlársdag eftir frábæra umönnun og aðhlinningu á vöggudeild. Stubburinn sem fæddist örlítið fyrir áætlaðan tíma vó ekki nema 2485g sem gera rétt um 10 merkur og 46.5 cm virðist allur vera koma til. Ég þarf að halda vel að honum brjóstinu þar sem hann þreytist fljótt og geri lítið annað en að skipta um bleijur, gefa brjóst, láta ropa, róa niður histeríuköst sem hann tekur annaðslagið, sérstaklega við byrjun brjóstagjafar, verður ofuræstur, veit ekki alveg hvað það er, en við erum í því að kinnast þessa dagana og ég vona það komist í lag. Fyrstu næturnar voru einnig mjög líflegar og náði hann að halda mér vakandi 2 nætur í röð á 3 og 4 degi. Við erum líka reyna koma reglu á það með því að halda honum pínu vakandi yfir daginn.

Við tökum fullt af myndum á hverjum degi, en þær eru allar af littla stubb. Ég býst því við að koma okkur upp barnalands síðu eins og aðrir. Bloggið hér fer því í pásu fram til vors eða þegar við förum á stjá aftur meðal fólks. Læt vita þegar barnalandssíðan verður komin upp þannig hægt verði að fá áfram reglulegar fréttir af okkur.

Takk fyrir allar kveðjurnar sem við höfum fengið hér og annarstaðar, takk Inga fyrir almannatengslin.

eXTReMe Tracker