Sumarfrí í þremur þáttum, 1 hluti, Egyptaland
Fyrsta vikan fór í það að erindast í Kaíró. Ætluðum bara að stoppa í 2-3 daga, enda gerir hitamollan á þessum árstíma lífið erfitt inni í miðri borg. Rakinn er til þess að húðin þornar aldrei almennilega og svitinn rennur í taumum niður bak og fótleggi og við vöknum syndandi í svitabaði á morgnanna. Vissulega er loftkæling möguleiki, en hún er einnig ávísun á gott kvef einnig sem er leiðindar murr í henni. Við völdum því náttúrulegu leiðina.... svitna, og þrátt fyrir allt er alltaf eitthvað heillandi fyrir lítinn íslending að búa (tímabundið) við slíkar aðstæður. Svitna á stöðum sem maður hélt að væri ómögulegt að svitna á eins og undir nöglunum og vera umlukinn endalausri óreiðu, bílflauti, og skít. Rumska um miðja nótt við að einhver á leið framhjá húsinu á asnakerru með mússík að ógleymdu bænakallinu kl 5 á morgnanna.
Egypskur matur er einnig mjög góður og átti ég bæði endurfundi við áður smakkaða rétti sem og nýja og sannkallaðan ástarfund með eftirréttinum Umm Ali, sem er heitur brauðbúðingur og sérlega góður.
Eftir sveitta viku í Kaíró fórum við niður að miðjarðarhafinu þar sem foreldrar Marwans eiga tvö sumarhús. Annað vid Sidi Keir sem er 45 km frá Alexandríu og hitt við Sidi Abdel Rahman, aðra 80 km vestur með ströndinni. Loftslagið er fullkomið, 26 gráður, hafgola og sjórinn vel heitur. Bróðir Marwans sem býr á Ítalíu með sinni fjölskyldu var einnig á sama tíma og við og voru þau ásamt foreldrum þeirra bræðra í fyrri bústaðnum en við "unga parið" í hinu húsinu. Afslöppunin var fullkomin... fullkomin.... fullkomin
Vikurnar liðu samt allt of hratt og áður en varði var fyrsti hluti sumarleifis í þremur þáttum liðinn og við snérum aftur til Kaíró. 2 sveittum nóttum, einum degi, nýlistasafni, Kaíróturni og einkasafni með evrópskri list (meðal annars Rodin, Gaugin, Renoir, Sisley, Pissarro og Van Gogh) seinna tókum við flugið heim til Parísar þar sem annar hluti sumarleifis hefst þar sem við erum bæði í fríi næstu 2 vikurnar og hefur það aldrei gerst áður að við eigum jafn langan frítíma saman hér í borg. Við höfum því ákveðið að njóta þess tíma í botn áður en við förum til Íslands að kvöldi þess 20 júlí.
1 Comments:
Gaman að lesa en nú langar mig til að fara að fá annan hluta;)
Knús og kremja til ykkar elskurnar
Skrifa ummæli
<< Home