föstudagur, júní 13, 2008

Enn af ritgerðinni....

Jú, það er víst kominn júní. Ég er að leggja lokahönd á ritgerðaruppkastið sem ég skila af mér á sunnudaginn. Hefði viljað láta fara betur yfir hana áður en ég skila en þarf að sætta mig við að skila henni eins og hún er. Þó leikurinn sé gerður til að fá krídík frá leiðbeinandanum þá vill maður að sjálfsögðu að hún sé eins boðleg og hægt er. Ég er alveg að fá nóg af þessu. Langar til að fara að halda áfram í lífinu, snúa mér að öðru.
Erum að fara til Egyptalands á mánudaginn og verðum í 3 vikur. Mér finst þetta ekki beint tíminn til að fara í frí. Finst að ég ætti að vera hér heima og vinna. Mun samt sjálfsagt hafa gott af því að komast aðeins í burtu. Komum til baka í byrjun júlí og stoppum í eina viku áður en við komum til Íslands 20 júlí. Förum strax norður þar sem Inga systir er að fara að gifta sig. Stefnan er síðan sett á göngutúra í guðs grænni, umvafin fjölskyldu og vinum, rosalega sem ég mun hafa gott af fjallaloftinu fagurbláa.
Örari bloggfærslum verður hinsvegar ekki lofað fyrr en ég fæ ritgerðina til baka og sé hvort leiðbeinadinn minn hafi verið leiðinlegur eða ekki. Ég læt vita þegar þar að kemur. Þangað til ... ætla ég að reyna að njóta sumarleifisins eftir bestu getu. Hlakka svo til að sjá sem flesta á Íslandi í sumar.

2 Comments:

Blogger Kristín said...

ÆÆÆ, þegar ég sé bloggið frá þér man ég að ég svaraði ekki einu sinni tölvupóstinum. Er ég of sein? Hringi á eftir. KKK

15 júní, 2008 09:46  
Blogger Thordisa said...

Missi ég ekki af þér hér á landi hvernær farið þið aftur til Parísar? Er að setja inn allar Egyptalandsmyndirnar mínar á facebook skoðaðu það. Hafðu það gott í Cairo vildi gjarnan vera með þér bið að heilsa öllum sem ég þekki.

16 júní, 2008 15:28  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker