London París Kaupmannahöfn Lundur
Nú er ég hinsvegar orðin grasekkja eina ferðina enn. Marwan flaug út áðan og kemur ekki heim fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er ekki nema tæp vika í að við fljúum til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að slæpast í nokkra daga áður en við förum yfir til Svíþjóðar í littlujóla party til Brynju og Valla.
Komin með flugmiðana en ekki hótelið þannig ef einhver veit um gistingu í Köben á skikkanlegu verði þá tek ég gjarna við ábendingum. 
5 Comments:
Elsku Rósa mín mikið væri ég til í að hoppa upp í vél og hitta ykkur í Lundi og eyða með ykkur vinkonum mínum litlu jólunum. Það verður þó líklega ekki í þetta skiptið en það verður þá bara síðar.
Augljoslega vel heppnud ferd og gott ad vita af Prince Poloinu, he he. Skemmtid ykkur vel i Svergie og Koben.
uhm hlakka til, ligg í matreiðslubókum og spái í rétti á litlujóla-hlaðborðið. þetta á eftir að verða betri en heit vanillusósa og þá er nú mikið sagt!
Skemmtilegar myndir Rósa.
Greinilega góð ferð hjá ykkur:)
Hlakka til að heyra af litlu jólunum og sjá myndir af ykkur öllum. Sakna ykkar....
Skrifa ummæli
<< Home