London París Kaupmannahöfn Lundur
Þessir nokkru dagar í London gerðu okkur gott. Fórum keyrandi með Regis og Maríu, tókum því ferjuna yfir sem gerði þetta að miklu meira ferðalagi heldur en ef við hefðum bara tekið lestina. Leituðum uppi breskann mat, cottage pie með brúnni sósu og jacket potatos, crumbles og spunges í eftirrétt með heitri vanillu sósu. Kanski er ég bara svona sveitó, en mér þykir þetta góður matur, þó svo ég væri ekki til í að borða hann á hverjum degi. Eyddum dögunum í sambland af túrisma, notalegheit, át, labb og uppgötvanir. Fórum á jass tónleika og svo að sjálfsögðu Brick Lane þar sem við vorum heppin með veitingastað og borðuðum hið ágætasta curry. Ein af helstu áhugasviðum Marwan eru matur, eldamennska og að kaupa í matinn. Við fórum því í nokkrar kjörbúðir til að skoða úrvalið og í einni lítilli hverfisbúð rétt við hótelið rakst ég ekki á Prince Póló! Í Bretlandi eins og á Íslandi er mikið af pólskum verkamönnum og því er hægt að finna þónokkuð orðið af pólskum matvörum. Ísland er því ekki lengur eina landið sem Prince Póló er flutt út til.
Nú er ég hinsvegar orðin grasekkja eina ferðina enn. Marwan flaug út áðan og kemur ekki heim fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er ekki nema tæp vika í að við fljúum til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að slæpast í nokkra daga áður en við förum yfir til Svíþjóðar í littlujóla party til Brynju og Valla.
Komin með flugmiðana en ekki hótelið þannig ef einhver veit um gistingu í Köben á skikkanlegu verði þá tek ég gjarna við ábendingum.
5 Comments:
Elsku Rósa mín mikið væri ég til í að hoppa upp í vél og hitta ykkur í Lundi og eyða með ykkur vinkonum mínum litlu jólunum. Það verður þó líklega ekki í þetta skiptið en það verður þá bara síðar.
Augljoslega vel heppnud ferd og gott ad vita af Prince Poloinu, he he. Skemmtid ykkur vel i Svergie og Koben.
uhm hlakka til, ligg í matreiðslubókum og spái í rétti á litlujóla-hlaðborðið. þetta á eftir að verða betri en heit vanillusósa og þá er nú mikið sagt!
Skemmtilegar myndir Rósa.
Greinilega góð ferð hjá ykkur:)
Hlakka til að heyra af litlu jólunum og sjá myndir af ykkur öllum. Sakna ykkar....
Skrifa ummæli
<< Home