þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Útstáelsi - Kæruleysi

Búin að vera á meira útstáelsi þessa seinustu daga en venjan er orðin. Hver stund sem ekki fer í að sitja yfir ritgerðinni fer orðin í samviskubit yfir að vera ekki að vinna. Vorum boðin í mat á laugardagskvöldið til vinarfólks okkar og áttum ljúfa kvöldstund yfir spjalli, hlátri og mat sem fínu veitingarhúsin hér í borg gætu verið stolt af. Sonur þeirra 4 ára sá svo um skemtiatriðin, brúðuleikhús, söngur og töfrabrögð, alger rúsína og verður gaman að fyljgast með honum í framtíðinni.
Á morgun er það svo Kaupmannahöfn. Marwan er reyndar eitthvað stressaður, allt vitlaust að gera í vinnunni. Ég hélt reyndar á sunnudaginn líka að ég væri að verða veik, kvefstíbluð með höfuðverk og kommur en það gekk yfir á sólarhring. Veit ekki hvort afneitunarkrafturinn er svona sterkur eða hvort þetta var bara dagspest.
Við stefnum hinsvegar ótrauð á flugvöllinn á morgun þrátt fyrir rigningarspá í Köben, yfirvofandi kvefpest og fjarvinnu Marwans af hótelinu sem by the way við erum ekki enn búin að bóka. Veit ekki hvort um er að kenna tímaleysi, kæruleysi eða einhverju öðru. "Den tid den sorg" Kanski er ég bara að koma mér í danska gírinn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Danski gírinn verður svo enn betri þegar þið verðið komin með einn kaldan öl í hönd rétt fyrir hádegi (er það ekki danski stíllinn?) og þá svífur nú samviskubit og vinnustress út í buskann. Verð með ykkur í anda og lofið nú að skemmta ykkur vel og kyssa og knúsa Valla og Brynju frá mér.

27 nóvember, 2007 16:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að maturinn var góður, ekki við öðru að búast. Og góða ferð til Köben, oh hvað ég öfunda þig. Þú mátt alveg kaupa handa mér eitt Anton Berg marsipanbrauð ef þú rekst á slíkt. Hlakka til að hitta ykkur svona þegar fer að róast hjá mér.

27 nóvember, 2007 17:17  
Blogger Thordisa said...

Ingó sagði mér að drífa mig bara til Brynju og hitta ykkur um næstu helgi væri svo til í það en það verður næst :-) Hér er kalt og dimmt og mig þyrsti í sól og hita en þetta verð ég víst að sætta mig við þar sem ég bý hér hehe..

28 nóvember, 2007 10:10  
Blogger brynjalilla said...

oh Rósa það var svo gaman að hitta ykkur, gott að allt fór vel og jafvel aðeins betur en það. knús og kossar úr rigningunni en frá glöðu hjarta eftir góða helgi með góðum vinum.

03 desember, 2007 16:51  
Blogger brynjalilla said...

oh Rósa það var svo gaman að hitta ykkur, gott að allt fór vel og jafvel aðeins betur en það. knús og kossar úr rigningunni en frá glöðu hjarta eftir góða helgi með góðum vinum.

03 desember, 2007 16:51  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker