sunnudagur, júní 22, 2008

Fréttir frá Kaíró

Jú, við erum enn hér í Kaíró. Hitinn að venjast en samt ekki. Er samt loksins farin að sofa almennilega á næturna. Murrið í loftkælingunni er ennþá meira pirrandi en hitinn þannig við sofum með opinn gluggann og njótum andvarans sem læðist inn ásamt umhverfishljóðum sem berast neðan af götunni. Bílflaut, mússík og jafnvel hófaglamur frá einstaka hesti eða asna að ógleymdri bæninni sem er útvarpað frá moskunni hér við hliðina rétt fyrir fimm á morgnana.
Smá- og stór erindum er lokið. Búið að láta yfirfara bílinn sem stendur notkunarlaus mestan part ársins. Búið að hitta fjölskylduna í matarboði sem Jahja frændi hélt af sinni alkunnu rausn. Þau Ítölsku komu í gærkvöldi og því ekkert lengur að vanbúnaði að þeysast niður að Miðjarðarhafinu og dvelja þar það sem eftir er ferðarinnar. Ég er farin að þrá að komast í sjóinn, kæla mig, þó svo ég viti að hann er ekki mjög svalandi hér um slóðir. Reyndar bara á við besta heitapott.
Náði þó að kæla mig aðeins í gær þar sem við Magda fórum á Hilton hótelið niður við Níl og komum okkur vel fyrir í sunlaugargarðinum. Yndislegt að fynna vatnið sem var í sundlaugar hita (28°c) umlykja sig og gefa líkamanum frí frá 40°c lofthitanum.
Í dag er það semsagt ferðalag eftir smáútréttingar. Vona það gangi vel. Maginn er kominn í smá hnút sem ég held ég geti rekið til glas sem ég drakk úr á markaðinumm í gærkvöldi. Ég vissi að ég væri að taka áhættu með að drekka úr glasi en hélt það væri skárri kostur en að drekka beint úr dollunni. En þetta er bara einn af föstu liðunum á að koma hingað í frí. Ég er semsagt; með seiðing í maganum og littla matarlyst, útbitin af moskito, fer þrisvar á dag í sturtu en svitinn perlar endalaust á líkamanum og rennur annaðslagið í dropum niður fótleggina og allt sem ég geri virðist vera á minkuðum hraða. Samt er eitthvað heillandi við þetta land og að vera hér.
Í sumarhúsinu er engin internet tenging. Ég veit því ekki hvort við komumst í samband næstu tvær vikurnar, læt vita af mér þegar við komum til baka
..... hendurnar á mér eru farnar að límast við lyklaborðið, þvöl, sveitt..... uffff!

3 Comments:

Blogger Thordisa said...

Njóttu þín við sjóinn. Vildi svo gjarnan að við værum að koma og hitta ykkur þar. En það verður bara síðar. Var að koma frá Akureyri búin að eiga dásamlegan tíma með Brynju og Ingveldi vantaði bara þig með okkur þar. Hlakka til að sjá þig í sumar koss og knús

23 júní, 2008 11:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegt að sjá þig aðeins aftur á blogginu :) hugsa til ykkar alltaf. Knúseri.
Ingveldur.

24 júní, 2008 10:54  
Blogger brynjalilla said...

Frábært, njóttu vel elskan mín, vonandi sjáumst við fyrr en síðar, við söknuðum þín óskaplega um daginn á Íslandi.
knús

10 júlí, 2008 11:41  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker