Klukkutíminn langþráði
Í nótt var breitt úr sumartíma yfir í vetrartíma, sem þýðir að ég græddi klukkutíma í viðbót í sólarhringinn og eyddi honum öllum í kúri með manninum mínum í morgun og verð að segja að þar var hverri mínútu vel varið ;)
Annars hefur oktober einkenst af þeytingi. Fórum til Genfar í byrjun mánaðar þar sem Marwan þurfti að fara á ráðstefnu og svo tókum við nokkra daga í viðbót í afslappelsi í svissnesku sólinni. 3 dögum eftir að við komum til baka fór ég til Íslands í surprise ferð til að fagna 60 ára afmælinu með pabba og vera viðstödd skýrinina hans Þóris Snæs hennar Ingu. Þessi vika var verulega til að hlaða batteríin. Ótrúleg þessi orka sem býr á Íslandi ef maður nær að leiða hjá sér gerfistressið í borginni.
Nokkrir dagar hér heima í París áður en við förum til London í næstu viku. Bæði til að lifta okkur upp og til að ná í dót sem ég á þar ennþá síðan fyrir 6 árum síðan. Ótrúlegt hvað tíminn líður