Monet Monet Monet
Mamma og pabbi farin aftur. Þema ferðarinnar ef eitthvað er hægt að velja var Monet. Fórum í nýoppnað Orangerie safnið þar sem stóru vatnalilju verkin eru en safnið hefur verið lokað seinustu 10 árin vegna viðgerða. Vatnaliljusalurinn er stórkostlegur. Náttúrulegt ljós skín inn um stóra ávala þakgluggana sem huldir eru með grisju sem mildar ljósið. Upplifunin var ótrúleg. Nokkrum dögum síðar fórum við svo og heimsóttum garðinn sem var uppspretta svo margra málverka hans, meðal annars vatnalilju verksins. Garðurinn er í Giverny litu þorpi sem liggur niður með Signu í Normandie héraðinu. Eins og mamma sagði, það er sjaldan sem maður upplifir það að ganga inn í málverk. Við misstum okkur í myndatökum þó svo rigningin hefði dunið á okkur. Við höfum sjálfsagt verið á besta tíma til að heimsækja garðinn þar sem vatnaliljurnar eru í blóma en ég er strax farin að hlakka til að fara aftur í garðinn í haust þegar laufin á trjánum fara að roðna og gulna.
Annars var dvöl þeirra hér mjög ánæguleg, heimsóttum Pére Lachaise kirkjugarðinn.. einning í hellirigningu, löbbuðum um götur Parísar, borðuðum kanínur, endur og snigla á franska vísu. Fórum einnig til Rambouillet, lítið þorp suð-austur af París, stoppuðum í Versölum á leiðinni heim og borðuðum á verönd með útsýni að höllinni.
Við áttum semsagt verulega notalega viku saman, mikið er gott að eiga góða foreldra sem maður nýtur hverrar mínótu með :)
Myndir sem oft segja meira en mörg orð koma bráðlega inn á ofoto
3 Comments:
Hæ pæja og takk fyrir spjallið í dag :-)
Frábærar myndir og greinilegt að þið hafið haft það mjög gott sem er eina málið þegar maður ferðast.
P.S. meðan ég man, við Siggi erum að kaupa fartölvu handa mér sem er með innbyggðri webcam og öllu svo þá get ég farið að skype-a eins og "brjáluð manneskja ;-)
Knús og kossar,
Inga & Siggi
Hæ skvís
búin að sjá myndir hjá mömmu þinni og pabba, mjög gaman að sjá hvað þið hafið gert margt skemmtilegt og skoðað þennan fallega garð Monets.
Við familian ætlum að vera á Akureyri um verslunarmannahelgina, búið að setja upp tivoli í bænum og Björn spenntur að fara í tækin. Petrea var með Lindu og Snædísi Guðlaugardætrum í gær, þær eru hér í rúma viku í heimsókn svo þetta er allt bara í góðum gír.
Við Simmi og foreldrar þínir erum svo búin að leggja inn pöntun í vænan Lottó-pott. Kannski hann verði notaður um páskana ??!?
Seinna,
Ingveldur.
já ég trúi því að þetta hafi verið góð vika, alltaf gott að fá mömmu og pabba í heimsókn, er einmitt að bíða eftir mínum hingað til Sverige....annars hefði ég alveg viljað láta ættleiða mig sérstaklega í Orangerie safninu og svo í garðinum.Monet var flottur kall væri alveg til í að borða með honum hádegismat!
Skrifa ummæli
<< Home