föstudagur, ágúst 18, 2006

Kóngulær

Gatan okkar er markaðsgata þar sem flestir ávextirnir og grænmetið kemur frá Spáni og Afríku. Mig er hinsvegar farið að gruna að með þessum vörum komi hinir ýmsu laumufarþegar.
Kvöld eitt fyrir nokkrum mánuðum síðan var risakónguló niðri við útidyrnar á jarðhæð. Ég hugsa enn til þess með hryllingi. Við komum heim seint að kvöldi til, rétt komin inn í sameignina niðri teigði ég út hendina til að kveikja ljósið. Um 3cm frá hendinni á mér sá ég þá stærstu kónguló sem ég hef nokkurtíma séð. Hún var hvorki feit né loðin en svipuð á stærð og hendin á mér. Ég mynnist þess enn í hvert skipti þegar ég kveiki ljósið þarna niðri. Hvað ef? ef hún hefði setið á kveikjaranum og ég hefði þríst puttanum á mér ofan á búkinn á henni? Ég fæ hroll.
Í dag sá ég svo aðra, á gólfinu fyrir neðan póstkassann. Hún var langt því frá jafn stór og hin. En leit grunsamlega framandi út.
Við búum á 3 hæð (íslenskt taið) sem róar mig að einhverju leiti. Einnig sem afrískar kóngulær tóra sjálfsagt ekki lengi í frönsku loftslagi. Ég er hinsvegar ekki mikill skordýra vinur og er enganveginn róleg yfir þessu öllu saman. Vona bara ég fari ekki að fá martraðir út af þessu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er kannski spurning hvort fólk í borgum sem gengur með piparúða á sér skiptir honum út fyrir skordýraeitur!!!!
En OH MY GOD ég er ekki mikið fyrir náin samskipti við framandi stór skordýr svo ég skil þig mjög vel. Fyrir utan dónasakpinn í þessum dýrum, í alvöru var þeim boðið inn. Algjörir dónar....

Knús & kossar
Inga Jóna

20 ágúst, 2006 22:54  
Blogger brynjalilla said...

ojbara

22 ágúst, 2006 11:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rósa, þetta minnir mig á ævintýrið okkar í kjallaranum á Víðimel forðum daga þegar við fundum köngulónna á gardínunni inni á baði ... manstu! Ég hef svo oft rifjað þetta upp og sagt fólki söguna af okkur hetjunum sem fengum flog yfir lítilli (allaveg miðað við þínar lýsingar núna) könguló á gluggatjaldi. Manstu æfingarnar með kústskaftið og tannkremsklípuna á endanum til að veiða köngulónna á - og svo að vippa henni í klósettið og standa svo ofan á setunni á meðan halað var niður - minnst tvisvar til að vera viss um að skrímslið væri örugglega farið fjand... til :) Ég get lofað þér að ég hef sjóast mikið síðan þá, en er hreint ekki viss um hvernig mér þætti að mæta svona hlussu eins og þú ert að lýsa núna ... *hrooollllur* Vonandi sefurðu samt yfir þessu.

23 ágúst, 2006 11:01  
Blogger imyndum said...

Já ég man vel eftir þessum hetjuegu tilfæringum okkar :) ég er ekki viss um að ég hafi sjóast mikið í þessum efnum mér er ótrúlega illa við öll svona kvykindi.

Ég er hinsvegar svo heppin að búa með manni sem átti sín unglingsár á búgarði í Eþjópíu og er því þjálfaður áhættu senum sem þessari. Sem er definitely af hverju ég held honum ;)

23 ágúst, 2006 11:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú það er nú sennilega hægt að hlæja að yfirgengilegri pödduhræðslu okkar Íslendinga, sem er í raun furðuleg þegar hugsað er til þess að það "hættulegasta" sem við getum rekist á hérlendis er úttauguð vespa sem reynir að komast í bjórinn okkar á svölum sólardegi ....
Ég man þá tíð að ég gat brjálast yfir grasmöðkum og fiðrildum innandyra, en ætli besta meðalið við svona ofurhræðslu sé ekki einhver sem er hræddari en þú ..?!? ..say no more ;-)

24 ágúst, 2006 11:24  
Blogger brynjalilla said...

Vissuð þið að það eru til veitingastaðir sem bjóða upp á rétti eingöngu úr skordýraríkinu...kannski maður eigi bara að steikja þessi ferlíki upp úr raspi og hafa nóg af bræddu lauksmjérlíki með!

24 ágúst, 2006 17:05  
Blogger imyndum said...

Ætlaði einusinni að borða snák þegar ég var í Kína. Þegar ég komst hinsvegar að því að á undan átti að taka mynd af þér með snáknum og svo var einhver blóðserimónía þá missti ég áhugann. Hefði þótt gaman að smakka vel framreiddan snák, er hinsvegar nokkuð viss með að ég fari ekkert lengra inn í skordýraríkið en það í fæðuvali.

24 ágúst, 2006 17:52  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker