Heimþrá
Ég er ekki frá því að eitt besta ráðið við heimþrá, hrjái hún einhvern sé að lesa moggan á þriðjudögum þar sem tíundað er úr dagbók lögreglunnar hvað margir hafa verið barðir í klessu og hversu mörg skemdarverk unin víðsvegar um landið þá helgina.
Síðasliðna helgi var t.d. hluti klæðningar rifin af húsi í boginni, rúður brotnar, bæði á hýbýlum og í bifreiðum, póstkassar eyðilagðir og greint frá einhverju sem greinilega hefur verið fillerýis vesen á fullorðnu pari á gistiheimili í borginni. Rosalega hlýtur fólki að líða illa og úldnu innaní sér að haga sér svona.
Sjáflsagt er hinsvegar enn meira vesen og læti hér í borg. Tölur um fjölda kvenna og barna sem deyja af völdum heimilisofbeldis ár hvert eru til dæmis sláandi... þegar maður les þær og þann klukkutíma á eftir áður en maður gleimir þeim.
Mér finst samt einhvernvegin eins og ofbeldi og almennt vesen á Íslandi hafi farið vaxandi á seinustu tíu árum eða svo. Kanki er það bara ég sem tek meira eftir þessu núorðið í fréttum þar sem fyrir mér í minni nostalgíu er Ísland og á að vera mín Útopía þar sem öllum líður vel.
2 Comments:
Auðvitað er þetta allsstaðar til. Málið er bara að fyrir flest okkar þá er þetta ekki hluti af "lífinu" það er því sem við verður fyrir dagsdaglega eða jafnvel nokkrum sinnum á lífsleiðinni.
Kv. Inga
Það besta við heimþrá hjá mér er að horfa á Spaugstofuþátt í 2 mín. Það bælir niður alla heimþrá mánuðum saman. Verst að þættirnir fást ekki á dvd.
Fyrirgefið kæru Spaugstofu aðdáendur ;)
Skrifa ummæli
<< Home