Latínuhverfið
Áttum rólega og góða helgi, fórum í Boulogne skóglendið í útjaðri Parísar í gær og áttum ljúfa stund fjarri sírenum og ys og þys borgarinnar. Löbbuðum í kringum vatnið og lögðumst í grasið og hlustuðum á náttúruna. Yndislegt.
Létumst reyndar platast á fimtudagskvöldið. Fórum út að borða í latínuhverfinu sem ekki er hægt að mæla með. Förum reyndar oft á þessar slóðir en bara til að rölta eða setjast á kaffihús eða pöbb með verönd, mannlífið er fjölbreitt og gaman að horfa í kringum sig. Þetta er hinsvegar mikið túrista svæði þannig allt gengur út á peninga og gróða. Maturinn er semsagt ekki sá besti sem maður fær í París. Við vissum þetta vel, en héldum að við værum orðin svo sjóuð að við gætum valið úr almennilegt veitingarhús. Þau eru hinsvegar öll svipuð. Þú ert að kaupa andrúmsloft en ekki mat, sem er af hverju ég mæli frekar með hverfinu til að fá sér rauðvínsglas. Ekki það að maturinn hafi verið vondur... bara rosalega miðlungs án nokkurs nosturs og ekki það sem maður er beint að leita eftir þegar farið er út að borða.
7 Comments:
væri nú alveg til í að fara út að borða mér þér í París nú þarf maður að fara að koma sér sem fyrst til þín alltof langt síðan í síðustu ferð
kv Þórdís
gott andrúmsloft getur breytt miðlungs mat í góða máltíð. Merkilegt hvernig sumar gerðir af mat passa bara inn í ákveðið umhverfi. Man enn eftir jarðskjálftakássunni hennar ömmu, svo góð, hakkað saltkjöt sem sé í hvítum jafningi. Borðaði hana alltaf í félagsskap ömmu, borðuðum rúgbrauð með og drukkum nýmjólk og hlustuðum á gufuna... en líklegast passar þessi réttur ekki inn í neitt annað andrúmsloft og líklega á ég því aldrei eftir að borða hann meir.
Gott að vita að latínuhverfið er ekki málið þegar maður fer svo loksins til Parísar. Flott mynd af ykkur.
Ég ætla bara að vona að þegar þú og þið komið loksins til Parísar að þið leifið mér að leiða ykkur um borgina og sýna ykkur hvað hún er falleg :)
Ég hef ferðast nokkuð víða en aldrei komið til Parísar. Þess vegna finnst mér líka svo gaman að lesa lýsingar hjá þér á umhverfinu og fá smá tilfinningu fyrir því hvernig borgin er.
Fallegasta land sem ég hef ferðast um er Ítalía. Ég og Högni vorum óskaplega hrifin af Toscana héraðinu. Hefði alveg getað hugsað mér að eiga einhvern kofa á því ljúfa svæði.
Reyndar var alpasvæðið þar sem við bjuggum í Þýskalandi líka alveg gullfallegt en það voru einhverjir extra töfrar á Ítalíu.
Já það verður gaman að ferðast um Frakkland einhverntíman. Verð líka að skella mér í náinni framtíð til Grikklands. Hef á tilfinningunni að þar séu ógleymanlegir staðir.
Sæt myndin af ykkur.
Kv, Fanney
Fanney hvewrnig væri að við myndum einhverntímann eyða helgi í París og leyfa Rósu að leiða okkur, jeminn hvað við myndum allar taka okkur vel út í gullskónum okkar á "sjamp elisi"
Rósa ég keypti mér gullskó í sumar en ekki eins flotta og við vorum að skoða saman í vor, læri af reynslunni vinkona en ilmvatnið er hinsvegar að verða búið!
Já það hljómar alveg frábærlega Brynja mín. Skál fyrir þeirri hugmynd.
Skrifa ummæli
<< Home