fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumarblíða

Nú held ég að sumarið sé komið. Yfir 25 stiga hiti, örlítill andvari þannig að gardínurnar rétt bærast þó svo opið sé í gegn um íbúðina. Var reyndar bitin í nótt, rétt við nárann, frekar óþægilegur staður! En fylgir víst sumrinu. Ákvað að vinna heima í dag til að geta farið á þvottahús. Núna baða sængurver og handklæði sig í sólinni og þorna á met tíma.

Það er líka orðið bjart á kvöldin fram til að verða hálf tíu. Eftir að myrkvar liggur svo hiti dagsins enn í loftinu. Eitt af því sem gerir evrópska sumarið svo yndislegt. Framundan eru fimm mánuðir af blíðu hummm :) yndislegt! Þetta sumar verður líka frábrugðið því seinasta þegar Marwan var á lokasprettinum í ritgerðinni og við fórum ekki að njóta þess fyrr en hann var búinn að skila af sér í ágúst. Þetta verður gott sumar. Bara við tvö, sumar, rólegheit, og tími til að njóta lífsins saman.

Fórum annars í bíó á þriðjudagskvöldið, "The Inside Man", stórfín mynd sem alveg er þess virði að skella sér á. Er reyndar enn með titillagið sönglandi inni í höfðinu á mér, pínulítið pirrandi. En mynd sem ég mæli með.

2 Comments:

Blogger brynjalilla said...

hæ skotta, vonandi láta flugurnar ekki á ser kræla í nótt en sakna þín og Parísar..hinsvegar þá lét sænska sumarið á sér kræla í dag yfir 20 stiga hiti og sól. Tek það reyndar ekki út með sældinni, hefnist fyrir að hafa setið á þaki skólans í dag og búið til píkublóm, er eldrauð á öxlum með skjannahvít för og ég sem ætlaði að vera í flegnum gellubol á opnun myndlistarsýningar sem ég er með í hér í Örebro á morgun hahhahaa gott þegar áhyggjuefni manns eru ekki alvarlegri en þetta!

04 maí, 2006 22:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey hey kæra stóra systir!!!
Gott að heyra að sumarið leggst vel í þig og að þú leggst vel í flugurnar... hmmm.... Bitin mín frá Kúbu eru enn að gróa enda var ég ekki bara bitin heldur snædd. Já meðan ég man, litlu perlurnar í hálsmeninu frá Kúbu eru melónusteinar. Soldið skemmtilegt að nýta þá í skart.

Jæja ætla að fara koma mér í ræktina.
Knús & kossar
Inga Jóna

05 maí, 2006 15:30  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker