miðvikudagur, desember 16, 2009

Ég ætla að vera í fúlu skapi í dag !


4 Comments:

Blogger imyndum said...

Óléttu hormónin alveg að fara með mig þessa dagana. "Lenti" í því að skella hurðinni með fílu á póstburðarmanninn. Hann var reyndar óþolandi. Vildi fyrst ekki koma upp með pakkann og þegar ég kom niður átti hann að rukka tollgjöld af honum 10 evrur, og tuðaði um það í 5 mín að hann hefði sagt það í dyrasímanum og hann hefði ekki tíma til að standa í svona. Kom loks upp með mér með pakkann til að sækja peninginn.... tuðandi hann ætti nú eftir að bera út svona og svona marga pakka og yrði aldrei búinn fyrr en seint í kvöld. Þegar við vorum komin upp gat svo ekki gefið til baka. Lét mig hafa miða og ég gæti komið á póstþjónustuna og sótt pakkann.... mig langaði til að bíta af honum hausinn, en lét mér duga að skella duglega á hann. Mjög dónalegt af mér, en ég er komin 36 vikur á leið og hormónin geta greinilega ekki meir.

16 desember, 2009 09:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvarta undan svona þjónustu...í alvöru að vera ekki með skiptimynt er rugl.
Ég er sko alveg með þér í liði í þessu þar að auki finnst mér rugl að þú eigir að borga fyrir þennan pakka þar sem þetta eru jólagjafir.

Knús í fýluna,
Inga

16 desember, 2009 14:00  
Blogger imyndum said...

Fílan er fokin ... sem betur fer. Fór og náði í pakkann áðan, þeir á póstinum hafa að sjálfsögðu ekki hugmynd af hverju það var smellt á mig tollgjaldi, en bentu á numer sem ég gæti hringt í. Veit ekki hvot ég nenni að hringja og vesenast.

Kvartaði líka undan stráknum sem var sendur til að rukka án þess að vera með skiptimynt né posa og fékk augnaráðið "og hvað viltu að ég geri við því" frá stelpunni í afgreiðslunni. Ég nenni ekki að vera í fúlu skapi og fór ekki út í það nánar.

16 desember, 2009 14:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Belgískir póststarfsmenn eru greinilega ekki mitt "cup og tea". Úff ég ætti erfitt með að hemja mig og "tjáningarþörfin" yrði líklega aðeins og sterk :o)

Knús og kossar
Inga

16 desember, 2009 14:58  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker