föstudagur, nóvember 06, 2009

Get samt ekki verið annað en ánægð hvað er fylgst vel með manni hérna


5 Comments:

Blogger imyndum said...

Fór í blóðprufu fyrir meðgögnu sykursýki sem er víst algeng. Fysrst ein á fastandi, síðan var ég látin drekka mjög sætann drykk, beið í klukkutíma og þá var önnur prufa tekin og svo klukkutíma seinna.
Utan við mig og aðra ófríska í sömu erindargjörðum var biðsalurinn fullur af gömlu fólki með göngugrindur og stafi sem beið eftir að komast í flensusprautu.

06 nóvember, 2009 09:19  
Anonymous Nafnlaus said...

àààààiii. en allur er varinn godur. Voru nidurstödurnar ekki "réttar"?
A sùkkuladisjùka (er vist ekki til neitt taeknilegt ord yfir thad)

p.s. Madame G kom med köku i vinnuna i gaer. Thetta kalla ég almennilegann vinnustad!

06 nóvember, 2009 10:54  
Blogger imyndum said...

Úúú, köku í vinnuna, fátt betra til að bæta skammdegið.

Niðurstöðurnar koma ekki fyrr en einhverntíma í næstu viku. Alveg sammála að það yrði meira en fúlt að þurfa að skera niður í súkkulaði áti. Ekkert vín, ekkert hrátt, enginn skelfiskur, ekkert fois gras... þetta geri ég glöð núna í nokkra mánuði en súkkulaði!!! Einhverstaðar verða mörkin að liggja ekki satt?

06 nóvember, 2009 11:30  
Blogger Kristín said...

Ekkert foie gras? Lifrin er soðin. En grínlaust, sykursýki er mjög hættuleg á meðgöngu og um að gera að fara varlega ef sykurbúskapurinn fer í rugl.

06 nóvember, 2009 15:07  
Blogger imyndum said...

Foie gras er náttúrulega lifur og lifur er á bannlista þar sem hún er of A vítamín rík.

06 nóvember, 2009 18:21  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker