föstudagur, maí 08, 2009

Frumraun í brauðbakstri á rue Poinçon


8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi brauðhleifur lengst til hægri á myndinni líkist hundsloppu, næsti Maríu Mey, þarnæsti risakleinu og þessi lengst til vinstri...tja, ég held ég segi ekki hverju hann líkist ;)
Knús og kveðja frá Ingveldi.

08 maí, 2009 10:59  
Blogger imyndum said...

He he, frábær greining. En þetta urðu alveg sérstaklega ljót brauð, deigið var alltof blautt og klístraðist við allt. En það smakkaðist dásamlega beint úr ofninum.

08 maí, 2009 11:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þau falleg. Ég held ég stofni verndarhóp ólögulegra brauða á facebook. Greining Ingveldar er góð, engu við það að bæta.

08 maí, 2009 11:27  
Blogger Unknown said...

Líst vel á tilraunastarfsemi Brussuhúsfreyjunnar. Eru þetta maisbrauð? þau eru frekar gul á lit. Er tilbúin í að vera stofnfélagi með Kristínu, mín eigin brauð (önnur en smábrauð) verða oftast frekar annarleg að sjá.

08 maí, 2009 21:02  
Blogger brynjalilla said...

þetta lengst til vinstri minnir mig á getnaðarlim

11 maí, 2009 15:58  
Blogger imyndum said...

Nei, þetta eru bara venjuleg hveitibrauð eftir 5 mínutna uppskriftinni hennar Nönnu.
Sé það núna að ég hefði náttúrulega átt að tilnefna Redurstofu Íslands hið umtalaða brauð lengst til vinstri. En það er víst ekki hægt lengur, því hefur löngu verið hesthúsað. Ég hef haldið áfram að baka eftir þessari uppskrift, bætti við slattaq af hveiti og þau eru farin að líta betur út hjá mér, enda geri ég þau minni núna, þau eru mun meðfærilegri þannig. En takk fyrir peppið stelpur.

11 maí, 2009 16:19  
Anonymous Ingveldur said...

Já endilega haltu áfram að baka brauðin þín og munum hið sísanna "bókin í fallegasta bandinu er ekki endilega sú skemmtilegasta" - ég kunni nú ekki við að nefna liminn á nafn en Brynja reið galvösk á vaðið. Vona bara að limbrauðið hafi ekki staðið í Marwan ... tíst tíst

11 maí, 2009 17:52  
Blogger imyndum said...

Skemtileg samlíking frá bókasafnsfræðingnum... og Brynja reið galvösk á vaðið með liminn!! Þetta blogg verður bráðum bannan innan 16 ára

11 maí, 2009 18:01  

Skrifa ummæli

<< Home

eXTReMe Tracker