mánudagur, júní 26, 2006

Farin í frí


Morgundagurinn fer í að kaupa það sem á eftir að kaupa, osta, súkkulaði og fleira sem er á óskalista fjölskyldunnar í Egyptalandi. Pakka í töskur og ganga frá hér heima. Svo er verður lagt í hann á miðvikudags morguninn.
Hversu gaman ég hefði af því að deila ferðasögum, hvernig það er að hitta alla fjölskylduna, ömmuna og allar frænkurnar, borða egypskann mat, sjá pýramídana, þola 40 + stiga hita, sofa í sitthvoru lagi því við skulum ekki gleima að hér í landi er alls velsæmis gætt milli ógifts fólks, synda í turkisbláum sjónum og síðast en ekki síst flugferðinni sem við förum á fyrsta farrými með Air France fyrir punktana sem Marwan fær á ferðum sínum vegna vinnunnar. Geri ég ekki ráð fyrir að komast í tölfu fyrr en ég kem heim aftur 16 júlí. Ferðasagan kemur því líklegast ekki fyrr en þá.

Meðfylgjandi mynd tók Marwan af ströndinni við sumarhúsið fyrir 2 árum. Sundbolurinn sem ég keypti er hvítur, bjóst við að hann færi svo vel við litinn á sjónum. Þið getið því séð mig fyrir ykkur, með sólhatt á sólbedda með sólgleraugu undir sólhlífinni með miðjarðar hafið hvíslandi fallega í eyrun á mér næstu 3 vikurnar.
Næstum því of gott til að vera satt

föstudagur, júní 23, 2006

Sól

Sundbolurinn fundinn, ekki einfalt mál, hann mátti ekki vera of fleiginn né gegnsær. Brjóstin á mér auðvelduðu heldur ekki valið, mér er bara spurn með allar þessar brjóstastækkanir, eru fatahönnuðir ekkert að fylgja eftir?
Ég vona svo að búseta mín hér undanfarin ár hafi læknað mig af gamla Íslendinga syndrominu að skella sér óvarinn í sterkustu sólina til að ná örugglega smá lit... með tilheirandi eftirköstum. Ég er því búin að kaupa sólvörn nr. 40 og skyggni. Hér eru skyggni út um allt, hélt að þessi tíska kæmi aldrei aftur en aldrei að segja aldrei. Ekki viss um að þetta sé tískan í Egyptalandi hinsvegar. Ég tek líka sólhattinn minn sem ég geng með hér í París til að verja mig og svo er stefnt á sólhlífina.
Já ég skal viðurkenna það, ég er bara nokkuð smeik við alla þessa sól. Ég er með húð sem varla þarf að segja "sól" við þá er hún öll rauð.... og er á leið til Egyptalands í Júlí!!! Nei... hverjum datt í hug að samþyggja þetta?

miðvikudagur, júní 21, 2006

Egyptaland eftir viku

Gleðilegan sólstöðudag! Þessi dagur snertir alltaf strengi í íslensku hjarta. Til hamingju Ingveldur og Simmi með afmælið. Hlakka til að heyra hversu ljúft sólin á Spáni hefur leikið sér að ykkur undanfarnar vikur.
Annars er það helst í fréttum að ég er komin með miða í hendurnar. Egyptaland mun njóta návistar okkar, og við þess frá 28 júní til 16 júlí. Ég er ekki enn búin að átta mig á hvernig ég ætla að fara að því að deyja ekki úr hita, það kemur vonandi í ljós. Nú er það bara málið að kaupa sundbol. Maður spókar sig víst ekki mikið um í bíkiníi nema á þessum túristastöðum sem við munum ekki heimsækja í þetta skiptið. Verðum fyrst nokkra daga í Kairó, rétt til að sjá pyramidana og fleira.
Marwan verður að vinna fyrstu dagana þannig ég mun vera mest með bróðir hans sem kemur frá Ítalíu deginum áður með sína litlu fjölskyldu. Það verður gaman að sjá þau aftur. Yngri stelpan, Íris er orðin 2 ára það verður sjálfsagt mestur munur að sjá hana. Eldri stelpan, Mariam mun svo fá tækifæri til að æfa sig í frönskunni á mér. Enda ég hvorki sleip í ítölskunni né arabískunni. Hún skilur heilmikið, enda tala foreldrarnir saman á frönsku, en á erfitt með að mynda setningar.
Eftir þessa nokkra daga í Kaíró förum við öll saman niður í sumarhúsið sem fjölskyldan á við Miðjarðarhafið rétt fyrir utan Alexandríu. Liggjum þar í sól og sandi... og ég undir sólhlíf :) þetta verður ljúft.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Vika með Bjössa

Rosalega var vikan fljót að líða. Bjössi sem komin er með þokkalega góða reynslu af Parísarferðum, enda var þetta hans fjórða síðan ég flutti í bæinn, hefur held ég aldrei fengið jafn gott veður og núna. Reyndar var það á köflum við það að vera "of gott". Þegar hitastigið prílar upp fjórða tuginn og sólin hlífir engu. Það er nú samt yfirleitt Egyptinn sem kvartar undan hita hér en ekki Íslendingurinn. Segist hafa komið hingað til að sleppa við svona mollu. Íslendingurinn hefur hinsvegar kanski fengið sinn skamt af norðangarra og er þessvegna alsæll í sumri og sól. Allavega nutum við vikunar í botn.
Þessi er tekin á bát sem liggur við landfestar við Notre Dame og búið er að breita í veitingastað

Þessi er úr Luxemburgargarðinum



Hittum líka Tryggva bróðir hennar Ingveldar sem var staddur í París á Evrópuferð sinni frá Bandaríkjunum. Fórum saman á flugmynjasafnið í Le Bourget. Tryggvi sem er flugvirki og Bjössi mikill áhugamaður um flug og vel að sér fóru á kostum á safninu. Komumst meðal annars inn í 2 Concorde vélar sem var alveg einstök upplifun og stóru Boeing 747 vélina sem búið er að strippa til hálfs að hluta til þannig allar snúrur, leiðslur og annað sem yfirleitt er falið hinum venjulega farþega sést.

Í þessari Parísarferð Bjössa ákváðum við að skoða okkur aðeins um fyrir utan París og heimsóttum lítið miðaldamynjaþorp upp með ánni Marne. Þorp sem liggur að hluta til innan gamals borgarmúrs með mikið af eldgömlum byggingum. Eftir ágætis skoðunartúr um bæinn var kominn tími til að væta aðeins upp í kverkunum. Við löggðum því leið okkar að lítilli krá sem við sáum með sætri verönd. Borð stólar og sólhlífar allt merkt Hiniken í bak og fyrir. Við settumst niður og spurðum í spaugi, "ég geri ráð fyrir að það sé hægt að fá Hiniken hér?" Enda fáir barir jafn vel merktir einni bjórtegund. En nei!!! Barinn seldi ekki Hiniken! Ótrúlegt!

laugardagur, júní 10, 2006

Stjörnuspáin mín í mogganum í dag segir

"Steingeitin kann vel að meta hversdagsleg meistaraverk sem hún tekur að jafnaði sem sjálfsögðum hlut. Félagsskapur þinn við ljón eða hrút er eins og sætur eftirréttur sem fylgir hinni fullkomnu máltíð".
Þessi hitti bara nokkuð naglan á höfuðið, enda hrúturinn Bjössi frændi kominn í bæinn. Við áttum saman góðann dag í sól og 30°c. Löbbuðum héðan úr Bastilluhverfinu þvert yfir París að Sigurboganum, niður að Eiffel turninum og þar yfir garðinn. Þetta gerðum við nú á góðum tíma, stoppuðum og fengum okkur að borða og reglulega til að væta kverkarnar.
Ég kíkti líka í nokkrar búðir, endaði með að kaupa tvenna sandala. Eitt strandar par og annað borgar par, með litlum gyltum fléttuðum böndum frá tám aftur að hæl, verulega sætir. Bjössi bara spakur meðan á verslunarleiðangri stóð :) og er ég honum þakklát fyrir það, aldrei sjálfsagt að karlmenn nenni að vera með í búðarrápi.
Enduðum svo daginn upp við Mullin Rouge í skemtilegri samblöndu af klámbúllum og túristum.
Morgundeginum er spáð með áframhaldandi mollu. Spurning um að bregða sér út út borginni. Jafnvel eitthvað upp með Signu. Við sjáum til.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Hver dagur öðrum líkur

Dagarnir líða nú hjá án mikilla tilbreytinga. Ég vinn í rannsókninni og borða gufusoðinn fisk með grænmeti. Er alveg að taka kólesteról mataræðið mitt alvarlega. Fór um daginn í kínverska súpermarkaðinn í hverfinu og keypti körfur með loki sem maður raðar ofan á potta til að gufusjóða í. Þetta er reyndar þrusu fín aðferð við að elda. Sjáum hvernig þetta fer þegar kjötmaðurinn minn kemur heim aftur.

Já, Marwan er enn úti í Kairó og hefur aldrei verið jafn lengi í einni ferð. Hann er að koma á samningum við nýja viðskiptaaðila og allt tekur tíma. Kláraði einn samning og gerði strax annan og varð því að vera lengur. Vorum búin að ráðgera fara burtu um helgina, ætluðum að taka Bjössa bróðir mömmu með okkur sem kemur á morgun í sína árlegu Parísar ferð. En þar sem Marwan er ekki kominn til baka þá breytast sú plön eitthvað.

Það verður fínt að fá Bjössa, spáin er líka eins góð og verður á kosið. Sól og um 26°c Við eigum eftir að sötra bjór einhverstaðar í sólinni ef ég þekki hann rétt :) og finna sumarið og afslöppunina hríslast um okkur.

þriðjudagur, júní 06, 2006

HOW TO CLEAN THE HOUSE

1. Open a new file in your PC.
2. Name it "Housework."
3. Send it to the RECYCLE BIN
4. Empty the RECYCLE BIN
5. Your PC will ask you, "Are you sure you want to delete Housework permanently?"
6. Calmly answer, "Yes," and press the mouse button firmly......
7. Feel better?

Works for me!

föstudagur, júní 02, 2006

Minning



Rakst á þessa mynd af okkur skötuhjúum þegar ég var að fara í gegnum myndasafnið okkar. Tekin á einu af okkar fyrstu stefnumótum fyrir rúmum tveimur árum einhverstaðar á Champs Elysées. Ég man það var pínu kalt, við komum út af veitingastað seint að kvöldi til, eða snemma að nóttu til, löbbuðum niður hálfauða breiðgötuna og settumst á þessa verönd áður en við héldum áfram allaleiðina til Versala þar sem Marwan bjó. Sterkasta minningin við þessa mynd er samt þessi nýja tilfining að vita að hann væri maðurinn minn. Þú hittir einhvern og þú bara veist. Það er einmitt þessi vitneskja sem gerir það að verkum að menningarlegur, trúarlegur og landfræðilegur mismunur verður að margbreitileika sem við hristum saman í okkar eigin kryddblöndu sem verður alltaf betri og betri eftir að við lærum betur inn á jurtir hvorsannars.

eXTReMe Tracker